Um TG Raf

TG raf er löggiltur rafverktaki sem býður upp á faglega og trausta þjónustu á sviði raflagna og stýringa, hvort sem um sé að ræða nýlagnir eða viðhald. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.

Til að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð er mikið lagt upp úr að viðhalda þekkingu starfsmanna á þeim kerfum sem unnið er með og þeim vottunum sem krafist er, m.a. vegna KNX kerfa, brunakerfa og raflagnahönnunar.

Sagan okkar

2004

TG raf stofnað á grunni Rafborgar ehf, eitt af elstu rafverktökum í Grindavík. Sérhæfing TG raf liggur í skiparafmagni og stýringum en jafnframt er almenn raflagnaþjónusta í nýbyggingum, breytingum og viðhaldi.

2015

Fyrirtækin TG raf ehf. og HH-rafverktakar ehf. sameinast undir nafni þess fyrrnefnda. Um er að ræða tvo elstu rafverktaka í Grindavík en fyrirtækin eiga rætur sínar að rekja allt til 1940 og hafa því þjónustað bæjarbúa og fyrirtæki í Grindavík frá upphafi almennrar rafmagnsnotkunar.

Við sameininguna varð til ein sterk heild með yfir 30 rafvirkjum, tæknifræðingum og vélvirkjum sem hefur gefið aukna sérhæfingu og þekkingu í öllum verkefnum.

2022

Í byrjun maí færðist starfsemi tæknideildar TG raf yfir í dótturfélag TG raf undir nafninu Mekatronik ehf, verkfræðistofa. Markmið breytinganna var að styrkja sérhæfingu og gera verkefnin skýrari, skilvirkari og hagkvæmari fyrir viðskiptavini.

Fagleg og traust þjónusta

Við hjá TG raf bjóðum upp á faglega og trausta þjónustu við útgerðir, vinnslur, verksmiðjur, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.


Innan TG raf starfar öflugt teymi starfsmanna með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu. Í dag starfa um 30 starfsmenn í fyrirtækinu, rafvirkjar, tæknifræðingar og vélvirkjar sem leggja kapp við að þjónusta sína viðskiptavini.

Starfsmenn

Starfsmenn TG raf búa yfir breiðri og góðri þekkingu og er lögð áhersla á að starfsmenn fái tækifæri til að vaxa í lífi og starfi. TG raf byggir á jákvæðu starfsumhverfi þar sem hvatt er til þekkingaröflunar og þróunar.

Alexander Heiðarsson

Rafvirki

Ármann Sverrisson

Nemi í rafvirkjun

Björgvin Konráð Andrésson

Nemi í rafvirkjun

Nökkvi Þór Sigurðsson

Nemi í rafvirkjun

Sandra Ósk Tryggvadóttir

Nemi í Rafvirkjun

Andrés Einarsson

Raflagnir

Arnar Þór Geirsson

Nemi í rafvirkjun

Áslaug Rós Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri

Ástþór Ernir Hrafnsson

Rafvirki

Brynjar Örn Bjarkason

Rafvirki / Vélfræðingur

Brynjar Örn Ragnarsson

Nemi í rafvirkjun

Elís Barri Símonarson

Rafvirki / Rafeindavirki

Elvar Jósefsson

Nemi í rafvirkjun

Eyþór Reynisson

Sviðstjóri skipa- og iðnaðarsviðs

Guðrún Katrín Steinarsdóttir

Nemi í rafvirkjun

Gunnar Gústav Logason

Rafvirki

Hlynur Kári Steinarsson

Nemi í rafvirkjun

Hörður Kárason

Nemi í rafvirkjun

Ingi Þór Reynisson

Rafvirki / Vélfræðingur

Jakob Einarsson

Sendill og Lagerstjóri

Jódís Erlendsdóttir

Skrifstofa

Jón Aðalberg Árnason

Nemi í rafvirkjun

Jón Pálmar Þorsteinsson

Sérfræðingur skipasviði

Jósef Kristinn Jósefsson

Sviðstjóri mannvirkjasviðs

Laufey Jóna Sveinsdóttir

Skrifstofa

Maríus Máni Karlsson

Nemi í rafvirkjun

Ómar Daníel Halliwell

Rafvirki

Páll Valdimar Jóhannesson

Nemi í rafvirkjun

Rafnar Snær Baldvinsson

Vélfræðingur

Sigurvin Hrafn Elíasson

Nemi í rafvirkjun

Sveinn Árnason

Rafvirki

Sverrir Týr Sigurðsson

Rafvirki

Tómas Guðmundsson

Rafvirkjameistari

Viktor Hauksson

Rafvirki

Verkbeiðni