Frá upphafi hefur sérhæfing TG raf legið í skiparafmagni, nýsmíði og viðhaldi. TG raf hefur tekið þátt í hönnun og breytingum í togurum, bæði við lengingar og vegna almennra breytinga á millidekki og rafkerfum.
Í samvinnu við útgerðir, vélstjóra og útgerðarstjóra hefur jafnframt verið unnið að því að gera millidekk skipa eins notendavæn og hægt er þannig að flæði afurðar frá móttöku yfir í lest taki sem stystan tíma og með sem mestum gæðum. Mikið er lagt upp úr að nota vottaðar vörur sem standast kröfuharðar aðstæður.