TG raf er löggiltur rafverktaki sem býður upp á faglega og trausta þjónustu á sviði raflagna og stýringa, hvort sem um sé að ræða nýlagnir eða viðhald. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.
Til að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð er mikið lagt upp úr að viðhalda þekkingu starfsmanna á þeim kerfum sem unnið er með og þeim vottunum sem krafist er, m.a. vegna KNX kerfa, brunakerfa og raflagnahönnunar.
TG raf stofnað á grunni Rafborgar ehf, eitt af elstu rafverktökum í Grindavík. Sérhæfing TG raf liggur í skiparafmagni og stýringum en jafnframt er almenn raflagnaþjónusta í nýbyggingum, breytingum og viðhaldi.
Fyrirtækin TG raf ehf. og HH-rafverktakar ehf. sameinast undir nafni þess fyrrnefnda. Um er að ræða tvo elstu rafverktaka í Grindavík en fyrirtækin eiga rætur sínar að rekja allt til 1940 og hafa því þjónustað bæjarbúa og fyrirtæki í Grindavík frá upphafi almennrar rafmagnsnotkunar.
Við sameininguna varð til ein sterk heild með yfir 30 rafvirkjum, tæknifræðingum og vélvirkjum sem hefur gefið aukna sérhæfingu og þekkingu í öllum verkefnum.
Í byrjun maí færðist starfsemi tæknideildar TG raf yfir í dótturfélag TG raf undir nafninu Mekatronik ehf, verkfræðistofa. Markmið breytinganna var að styrkja sérhæfingu og gera verkefnin skýrari, skilvirkari og hagkvæmari fyrir viðskiptavini.
Við hjá TG raf bjóðum upp á faglega og trausta þjónustu við útgerðir, vinnslur, verksmiðjur, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.
Innan TG raf starfar öflugt teymi starfsmanna með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu. Í dag starfa um 30 starfsmenn í fyrirtækinu, rafvirkjar, tæknifræðingar og vélvirkjar sem leggja kapp við að þjónusta sína viðskiptavini.
Starfsmenn TG raf búa yfir breiðri og góðri þekkingu og er lögð áhersla á að starfsmenn fái tækifæri til að vaxa í lífi og starfi. TG raf byggir á jákvæðu starfsumhverfi þar sem hvatt er til þekkingaröflunar og þróunar.