Um TG raf

TG raf er löggiltur rafverktaki sem býður upp á faglega og trausta þjónustu við útgerðir, vinnslur, verksmiðjur, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki. Lögð er mikil áhersla á vönduð vinnubrögð og að gætt sé að rekstraröryggi viðskiptavinar í hverju skrefi.

Á tímum sjálfvirknivæðingar og hagræðingar höfum við hjá TG raf aðstoðað viðskiptavini okkar við þróun inn á stýringar og sjálfvirkni. Áhersla hefur verið lögð á heildarlausn í hverju verkefni fyrir sig þar sem teymi innan fyrirtækisins vinnur að hönnun, teikningu og raflögn ásamt því að sama teymi sinnir viðhaldi í framhaldinu. Mikil hagræðing skapast þannig við vinnu og öll þekking viðhelst innan vinnuteymis í gegnum hönnun, teikningu, raflögn og áframhaldandi viðhaldsþjónustu. 

 

Saga TG raf ehf.

TG raf byggir á tveimur elstu rafverktökum í Grindavík en þann 1. apríl 2015 sameinuðust fyrirtækin TG raf ehf. og HH-rafverktakar ehf. undir nafni þess fyrrnefnda. Fyrirtækin eiga rætur sínar að rekja allt til 1940 og hafa því þjónustað bæjarbúa og fyrirtæki í Grindavík frá upphafi almennrar rafmagnsnotkunar. Við sameininguna varð til ein sterk heild með yfir 30 rafvirkjum, tæknifræðingum og vélvirkjum sem hefur gefið aukna sérhæfingu og þekkingu í öllum verkefnum.

Sérhæfing TG raf hefur legið í þjónustu og breytingum á skipum en einnig í þjónustu við höfn, fiskvinnslu og verksmiðjur ásamt því að aðstoða viðskiptavini sína við þróun inn á stýringar og sjálfvirkni. Eftir sameiningu hefur gefist tækifæri til að styrkja tæknideild félagsins verulega og starfa tæknifræðingar innan teymis rafvirkja í forritun og teikningum.

Þjónusta HH-rafverktaka hefur verið almenn rafþjónusta til fyrirtækja og raflagnir í nýbyggingar. Eftir sameiningu hefur gefist tækifæri til að styrkja starfsemina til muna en almennar raflagnir hafa nú verið skilgreindar í sérstaka deild innan fyrirtækisins.